Um okkur

Vínfélagið var stofnað í febrúar 2014 í þeim tilgangi að flytja inn léttvín, bjór og annað áfengi ásamt tengdum vörum. Eggert Ísdal á og rekur Vínfélagið en hann hefur áratuga reynslu af viðskiptum með áfengi. Hann hefur á þeim tíma unnið með mörgum af bestu víngerðarmönnum og stærstu bjórfyrirtækjum heims.

Vínfélagið leggur áherslu á að flytja inn og selja gæðavín sem bæta vínflóruna hérlendis. Auk þess flytur félagið inn bjór frá framleiðendum víða um heim. Þá flytur Vínfélagið einnig inn hin þekktu Zalto vínglös frá Austurríki.

Helstu viðskiptavinir Vínfélagsins eru ÁTVR, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli og nokkur af bestu veitingahúsum landsins.

Markmið Vínfélagsins er að verða eitt af leiðandi fyrirtækjum í innflutningi og sölu á gæðavínum og skyldum vörum á Íslandi.