Vínin frá Barahonda byrjuð í reynslusölu í Vínbúðunum.

Tvö rauðvín frá Barahonda eru nú byrjuð í reynslusölu í Vínbúðunum.  Um er að ræða Barahonda Organic Barrica 2017 sem er blanda úr Monastrell og Syrah þrúgum og koma af vínekrum Barhonda í Yecla á Spáni.  Hitt vínið er toppvínið frá Barahonda, Summum 2017 sem er 100% Monastrell.  Bæði vínin hafa hlotið mjög góðar viðtökur í Vínbúðunum og ganga mjög vel í sölu en bæði vínin eru til sölu í fjórum reunslubúðum, Heiðrúnu, Kringlunni, Skútuvogi og Hafnarfirði.