Vínfélagið tekur við sem umboðsaðili fyrir Fuller’s

Vínfélagið hefur tekið við sem umboðsaðili á Íslandi fyrir breska bjórframleiðandann Fuller‘s.

 Fuller‘s er einn þekktasti bjórframleiðandi Bretlands og sérhæfir sig í bruggun á sérbjórum í Griffin brugghúsinu sem er staðsett í London en þar hefur verið bruggaður bjór síðan 1828.

Fuller‘s framleiðir fjölda mismunandi bjórtegunda og eru 8 þeirra í sölu hjá Vínbúðunum og munu fleiri bætast við núna í sumar.  

Þeirra þekktasti bjór er væntanlega Fuller's London Pride en meðal annarra bjóra hjá þeim er Fuller's Imperial Stout sem fékk 99 punkta í einkunn á ratebeer.com.