Vínfélagið er byrjað að flytja inn nokkur vín frá Bodegas Olarra í Rioja á Spáni.
Þar á meðal er Cerro Anon Gran Reserva 2010 sem hefur fengið frábæra dóma og fær m.a. 96 punkta einkunn hjá Decanter. Þetta vín verður fyrst um sinn til sölu í Fríhöfninni í Keflavík.
Önnur vín sem koma í sölu eru Cerro Anon Crianza 2016 og Cerro Anon Reserva 2015 sem verða bæði til sölu í Vínbúðunum auk þess sem Cerro Anon Reserva 2015 verður líka til sölu í Fríhöfninni.