Vínfélagið byrjar að flytja inn kampavín frá Veuve Fourny

Veuve Fourny & Fils er virt kampavínsvíngerð (Champagne grower) sem Vínfélagið er farið að vinna með og flytja inn kampavín frá.  „Champagne grower“ merkir að sami aðili á vínekrurnar og býr til vínin en flest stóru kampavínshúsin kaupa þrúgur frá aðilum sem eiga vínekrur en búa ekki sjálfir tíl vín úr þrúgunum. 

Veuve Fourny er staðsett á hinu virta Cote des Blancs svæði, í þorpinu Vertus en þetta svæði er skilgreint sem Premier cru og heimilar þeim að rækta bæði Chardonnay og Pinot Noir þrúgur. 

Bræðurnir Charles-Henry og Emmanuel Fourny sjá um reksturinn á Veuve Fourny en víngerðin sem er sjálfbær búskapur er með um 9 hektara af vínekrum.  Kampavínin frá þeim eru mjög klassísk en þeir nota lágmarks „dosage“ (ávaxta síróp) í vínin sín sem eru fyrir vikið þurrari en gengur og gerist og henta því mjög vel með mat.  Stíl vínhússins er best lýst sem klassísku Cote des blancs, ilmríku og minerölsku með áherslu á ferskleika og hreinan ávöxt.

Fyrst um sinn verða tvö kampavín frá Veuve Fourny á íslenska markaðnum, Grande Réserve Brut sem er blanda af Chardonnay og Pinot Noir og kemur að mestu leyti af vínekrum í Vertus Premier Cru af 40 ára+ vínvið og svo Blanc de Blancs Brut sem er gert úr Chardonnay þrúgum og kemur eingöngu úr vínekrum í Vertus Premier Cru og af vínvið sem er 40 ára og eldri.