Telmo Rodriguez Lanzaga 2010 valið vín mars mánaðar í Gestgjafanum

Þetta er afar athyglisvert vín.

Vínhúsið Telmo Rodriguez var stofnað 1994 sem einsskonar bílskúrs vínhús eða "garage" og hefur vaxið og stækkað með þá stefnu að nota staðbundnar þrúgur og gera hefðbundin vín í nútímabúningi.  Hér er vín frá Rioja Alavesa sem er álitið vera besta undirhérað Rioja.  Þrúgurnar eru hefðbundnar: tempranillo, graciano og garnacha sem er ekki mikið notuð þar og árgangurinn er einn af þeim bestu undanfarin ár í héraðinu.  Mikill og margslunginn ilmur af rauðum berjum, plómum og kirsuberjalíkjör, sætri vanillu og ristuðum tónum, aðlaðandi þrátt fyrir 14,5% alkóhól innihald. Þurr en þroskuð, fíngerð tannín, góð sýra sem tryggir nokkur góð ár í viðbót, kaffi og þurrkrydd í lokin. Ákaflega aðlaðandi vín, elegant, þétt og fíngert.  Passar með öllu rauðu kjöti svo sem hreindýri, nauti og lambahrygg.

Okkar álit:  Hverrar krónu virði, einstakur árgangur, frábært vín frá Rioja Alavesa.