Suavia Monte Carbonare 2014 valið hvítvín ársins 2016 hjá Þorra Hringssyni á Víngarðinum

Suavia Monte Carbonare 2014 (*****) er fínlegt og viðkvæmt hvítvínsblóm með mikið af steinefnum og ljúffengum ávexti sem þarf að bíða dálítið eftir meðan súrefnið töfrar fram einstakan kokteil af blómum, ávöxtum og jarðefnum. Dásamlegt vín sem er mjúkt einsog svalur dúnkoddi á sumarengi.