Selvapiana Bucerchiale 2011 valið vín ársins hjá Vinotek.is

Steingrímur Sigurgeirsson á Vinotek.is hefur valið vín ársins 2015 og vínið sem varð fyrir valinu er Selvapiana Bucerchiale 2011 og hann segir þetta um vínið.

"En þegar upp er staðið ætlum við að fara til Ítalíu með vín ársins, og það ekki í fyrsta skipti. Það er vínið Selvapiana Bucherciale 2011 frá Chianti Rufina sem er vín ársins að þessu sinni.  Rufina er minnsta en líka eitthvert magnaðasta undirsvæði Chianti. Ekran Bucerchiale er rúmir tólf hektarar að stærð og í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Sumarið 2011 var hagstætt fyrir vínrækt í Rufina en eitt af því sem setti mark sinn á árganginn er mikil hitabylgja sem skall á héraðinu í ágúst og flýtti uppskerinu nokkuð. Þrúgutínslan hófst síðustu daga ágústmánaðar sem hefur aldrei gerst áður."