Ný vín í reynslusölu ÁTVR

Núna í byrjun mars byrjuðu þrjú ný vín frá Vínfelaginu í reynslusölu í vínbúðum ÁTVR en öll þessi vín koma frá Ítalíu, eitt frá Lombardy héraðinu og hin tvö frá Toskana.

Vínið frá Lombardy er Barone Pizzini Franciacorta Satén 2010 en þetta er freyðivín gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum einsog öll vínin sem koma frá Barone Pizzini.  Vínið er gert úr chardonnay þrúgunni og er árgangsvín frá árinu 2010 en Satén þýðir að vínið hefur minni kolsýruþrýsting en venjuleg freyðivín frá Franciacorta sem gerir það að verkum að vínið er mýkra í munni. 

Hin tvö vínin kom frá Selvapiana sem er vínframleiðandi í Rufina héraðinu í Toskana en þetta svæð er norð austur af borginni Flórens og er Selvapiana óumdeilt einn bestu framleiðendum svæðisins.  Selvapiana hefur verið að vinna í því undanfarin ár að öðlast lífræna vottun og er nú svo komið að 2015 verður fyrsta árgangurinn hjá þeim þar sem öll þeirra framleiðsla er lífrænt ræktuð en þeir framleiða einnig frábæra ólífu olíu.

Vínin frá Selvapiana sem eru á boðstólum í vínbúðunum eru Selvapiana Chianti Rufina 2012 sem hefur fengið frábærar móttökur hér á landi og strax fengið mjög góða umfjöllun m.a. á Vinotek.is en þetta vín er gert úr þrúgunum Sangiovese og Canaiolo og er mjög hefðbundið fyrir þetta svæði. 

Hitt vínið frá Selvapina er Bucerchiale Riserva 2011 sem er einnar ekru vín eingöngu gert úr Sangiovese þrúgunni af eldri vínvið.  Þetta er sankallað eðalavín, kraftmikið en samt fágað og frábært matarvín t.d. með Bistecca alla Fiorentina, gæðavín sem enginn vínáhugamaður ætti að láta fara fram hjá sér. 

Öll þessi vín eru í reynslusölu einsog áður sagði og fást í vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunni, Skútuvogi og Hafnarfirði.