Santa Tresa Fiano 2013 ****1/2
Fiano er ein af þessum staðbundnu ítölsku þrúgum sem lítið sjást fyrir utan heimaslóðirnar, Suður-Ítalíu, nýlega varð hún þó landnemi á Sikiley þar sem hún þrífst einstaklega vel. Girelli fjölskyldan (meðal virtustu vínframleiðenda á Ítalíu) er fólkið á bak við Santa Tresa, 50 ha land sem er stutt frá Etnu og er ræktað lífrænt af hugsjón. Nútíma aðferðir í víngerðinni fá það besta úr fiano: ilmrík vín og tær, með melónum, ferskjum, ananas, blómum; mjög aðlaðandi.
Létt sýra,þétt vín og aðeins feitt en ferskt í frábæru jafnvægi; langt eftirbragð - hið skemmtilegasta vín. Prófið með fiskréttum með miðjarahafsblæ, risotto eða pasta með humri. Mjög gott verð.
Okkar álit: Logandi skemmtilegt vín, með fiskréttum með miðjarahafsblæ - eða sem fordrykk.
Verð: 2.495.-