Gestgjafinn mælir með Pazo Cilleiro Albarinio 2015 ****

Þótt vínin frá Rias Baixas í Galisíu hafi ekki verið mikið þekkt hér heima, hafa þau verið vinsæl um nokkurn tíma víða annars staðar, enda albarino-þrúgan margslungin og með mikinn karakter.  Ný vínhús hafa nýlega opnað við hliðina á gömlum grónum húsum, yfirleitt þegar litlu bændurnir hafa tekið sig saman til að búa til eigið vín.  Það er tilfellið hér. 

Vínið er fallega gyllt, ilmar af sítrónum, límónum, steinefnum og gulum blómum og anganin er djúp, þétt og aðlaðandi.  Fyllingin er góð, sýran heldur vel á móti þessum ávöxtum og þetta er mikið matarvín.  Gott að prófa með þéttum fiski (steinbít, hlýra eða löngu,) með karríívafi eða með laxi í kryddjurtahjúpi.

Frábær kaup.

Okkar álit: Yndislegt vín á frábæru verði sem gerir mikið fyrir fiskrétti.  Prófið sem fyrst!

Verð: 2.295 kr.