Gestgjafinn mælir með Loosen Dr. L. Rielsing Dry 2014 ****

Dr. Loosen hefur lengi verið eitt af vinsælustu hvítvínunum frá Þýskalandi, fágað vín, þurrt Riesling þar sem sætunni hefur verið mjög stillt í hóf (7g/lítra).

Dr. L. Riesling Dry endurspeglar vel „terroir“ eða vistkerfið þaðan sem þrúgurnar koma, flöguberg og brattar hlíðar við Mósel.  Opinn og ferskur ilmur af sítrónum, eplum, hvítum blómum, steinefnum, vottur af suðrænum ávöxtum – vínð er þurrt en ávöxturinn svo ríkulegur að hann gefur ákveðna sætu í eftirbragðið.  Brakandi ferskt vín, týpískt nútímalegt Móslevín, þar sem riesling-þrúgan nýtur sín best.  Með sushi, skelfiski, silungi...

Okkar álit: Nútíma-Riesling frá Mósel, þurrt, ávaxrtaríkt, yndislegt.

Verð: 2.295.- kr.