CastelGiocondo Brunello di Montalcino 2010 valið vín ársins 2015 hjá JamesSuckling.com

James Suckling hinn virti vínrýnir hefur valið 100 bestu vín ársins 2015 og birt listann á heimasíðu sinni, www.jamessuckling.com

Vínið sem lendir í fyrsta sæti hjá honum er CastelGiocondo Brunello di Montalcino 2010 en þetta vín er til sölu hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og kostar ekki nema kr. 6.299.- þar en þess má geta að algengt verð fyrir þetta vín í Bandaríkjunum er um $ 70.- og yfir

Nú er bara að ná sér í flösku/r fyrir jólin enda frábært vín þarna á ferðinni og árgangurinn einn sá besti í Montalcino.