Casa Nostra Appassimento BIB valið besta kassavínið í risasmökkun Gestgjafans

Gestgjafinn var nýlega með risasmökkun á kassavínum sem eru á boðstólum í Vínbúðunum og voru smökkuð samtals 22 mismunandi kassavín.  Casa Nostrar Appassimento BIB kom sá og sigraði og var valið besta vínið í þessari smökkun eins og sjá má á umsögn Gestgjafans hér að neðan.

"Casa Nostra Appassimento BIB ****1/2  kr. 5.999.- IGT Puglia, primitivo, sangiovese, nero di troia þrúgur, lokkandi ilmur (blóm og kirsuber), létt en margslungið.  Yndislegt. Besta vínið í þessu úrvali."