
Núna um mánaðarmótin október/nóvember byrjaði kassavínið Casa Nostra Appassimento í reynslusölu í vínbúðunum. Þetta kassavín hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð undanfarið og er talið ein bestu kaupin þegar kemur að kassavínum þar á bæ. Vínið kemur frá Puglia á Ítalíu og er gert úr þrúgunum Primitivo, Sangiovese og Nero di Troia og er svo kallaðri appassimento aðferð notað við víngerðina en hún felst í því að þurrka þrúgurnar aðeins þannig að ávöxturinn verður kraftmeiri og ögn sætari fyrir vikið.
Verðið er mjög gott, eða kr. 6.395.- fyrir þriggja lítra box.
Nú er bara að skella sér í vínbúðina og prófa eitt box eða svo.