
Vínin frá Languedoc eru loksins að skila sér til okkar í góður úrvali, gæðavín á góðu verði sem hafði verið spáð að yrðu samkeppnishæfust við vínin frá Nýja heiminum. Calmel & Joseph er gott dæmi um það. Nútímaleg vín sem halda samt fast í hefðir, m.a. í þrúgum sem eru notaðar og eru aðgengileg. Hér er carignan-þrúga af gömlum vínvið (mestallur vínviðurinn eldri en 100 ára!) sem þýðir að vínin úr henni eru þétt og bragðmikil. Engin undantekning hér; þéttur og ríkur, sætur ilmur af dökkum berjum, kryddi, ristaðri eik, vottur af jörð og kaffi. Fíngerð og þroskuð tannín, góður ávöxtur, ferskt vín og langt eftirbragð - það er mjög athyglisvert og flott matarvín. Gott með villibráð (hreindyr, gæs eða önd) en líka með mjög góðri (íslenskri) nautasteik.
Okkar álit: Fágað vín, flott matarvín með villibráð eða góðri nautasteik.
Verð: 2.995 kr. ****