Barone Pizzini Animante valið vín mánaðarins í Gestgjafanum

Barone Pizzini Animante

Í síðasta tölublaði tókum við fyrir annað vín frá Barone Pizzini,brut freyðivín frá Franciacorteí Lombardíu. Víngerð er ekkigömul í Franciacorta, byrjaði upp úr 1950 og hefur BaronePizzini, sem ræktar lífrænt, verið frumkvöðull þar. Animante víniðer „sál vínhússins“ eins og nafnið segir til um, gerteins og öll vín þess, samkvæmt „méthode traditionnelle“ (eins ogkampavín) og hér úr þrúgunum chardonnay (78%) pinot nero(18%) og pinot blanc (4%). Það er frábært freyðivín, þurrt ogfágað, skarpt með góðri sýru, en margslungið með blómaangan,sítrusávexti, apríkósum, votti af mildu hunangi, jafnvel votti afþurrkuðum ávöxtum (fíkjum). Langt og þétt eftirbragð af öllumþessum mildu ávöxtum og rjómakenndum tónum. Fágaðurfordrykkur en einnig tilvalinn með mat (sushi, ljóst kjöt).Okkar álit: Fágað freyðivín, margslungið, ekki bara semfordrykkur.

Frábært verð. kr. 4.690.-