Vinotek.is gefur Delas Saint Esprit Cotes du Rhone Blanc 2013 4,5 stjörnur

Delas Saint-Esprit Cotes-du-Rhone Blanc 2013 ****1/2

Maison Delas Fréres eða vínhús Delas-bræðranna er einn af klassísku vínframleiðendunum í Rhone-dalnum í Frakklandi. Það var um skeið í eigu Deutz-fjölskyldunnar sem framleiðir Champange Deutz en bæði vínhúsin, Deutz og Delas hafa verið í eigu hins virta kampavínshúss Louis Roederer síðastliðna tvo áratugi.

Hvítvínið Saint-Esprit er blanda úr fjórum suður-frönskum þrúgum: Grenache Blanc, Clairette, Bourbolenc og Viognier. Ljósgult á lit, angan í fyrstu sítrusmikil, skörp, en smám saman breiðir ilmkarfan betur úr sér með melónu, apríkósum og ferskum kryddjurtum, fennel. Feitt, sýrumikið og ávaxtaríkt í munni,

2.595 krónur. Frábær kaup og hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.