Vinotek.is fjallar um Villa Wolf Riesling 2013

Villa Wolf Riesling 2013 ****

Ernst Loosen er með virtustu víngerðarmönnum ekki bara Móseldalsins heldur Þýskalands og hefur m.a. hampað titlinum víngerðarmaður ársins hjá fjölmörgum aðilum s.s., breska tímaritinu Decanter, hinu bandaríska Wine Enthusiast og Frökkunum hjá Gault Millau. Í Villa Wolf-línunni fer hann út fyrir Móseldalinn og framleiðir vín frá Pfalz.

Þetta er flottur Riesling og töluvert þurr á þýskan mælikvarða. Í nefinu greipávöxtur, ferskjur og melónur, ávöxturinn sætur og ferskur. Í munni gefur góð sýra víninu ferskleika en það hefur líka ágætis fyllingu og endist vel. Yndislegur Riesling. Reynið t.d. með rækjum með hvítlauk að hætti Spánverja.

1.999 krónur. Frábær kaup.