Vinotek.is fjallar um Sirius Rouge 2016

Sirius Bordeaux 2016 ****

Sirius er rauðvín frá Sichel-fjölskyldunni í Bordeaux sem meðal annars á nokkur af þekktustu vínhúsum héraðsins, s.s. Chateau Palmer og Chateau Angludet í Margaux. Sichel framleiðir einnig nokkur einfaldari vín og er Sirius flaggskipið í þeim flokki, vín þar sem þrúgur koma af einfaldari ekrum en Grand Cru-vínin en aðferðirnar við víngerðina eru nokkurn veginn þær sömu. Vínið hefur flottan dökkfjólubláan lit, angan af sólberjum og krækiberjum, eik sem kemur með reyk og góður tannískur strúktúr. Mjög flottur AOC Bordeaux.

2.495 krónur. Frábær kaup. Með til dæmis öndinni.