Vinotek.is fjallar um Ser Lapo 2013

    Ser Lapo Chianti Classico Riserva 2013 ****

Ser Lapo er eitt af vínum Mazzei-fjölskyldunnar sem er áhrifamikil í víngerð Chianti-svæðisins í Toskana á Ítalíu og á þar meðal annars vínhúsið Fonterutoli þar sem fjölskyldan hefur stundað vínrækt frá 1435. Ser Lapo Mazzei var einn af forfeðrum fjölskyldunnar og mun hafa verið sá fyrsti sem að notaði heitið „Chianti“ yfir vín svæðisins.

Angan vínsins er þurr, þarna eru þurrkaðir ávextir, kirsuber og kryddjurtir, blóðberg, reykur, jörð og eik. Það er smá blek í nefinu og leður, tannín eru kröftug og vínið hefur góða sýru. Matarvín.

3.650 krónur. Mjög góð kaup.