Vinotek.is fjallar um Chateau des Jacques Moulin a Vent 2010

Chateau de Jacques 2010 ****

 

Chateau de Jacques er vín sem var lengi til í vínbúðunum og naut mikilla vinsælda fyrir rúmur tveimur áratugum eða svo. Einhvern tímann hvarf það svo úr hillunum og hefur ekki sést í langan tíma. Því miður, þetta er eitt af þeim vínum sem að slæmt var að missa. Þetta er Chateau-vín frá Beaujolais-þorpinu Moulin-á-Vent

En þetta er vín sem er alls ekkert líkt flestum Beaujolais-vínumk þetta er vandað Beaujolais Cru sem á meira sameiginlegt með mörgum Búrgundarvínum, þótt þrúgan sé Gamay. Þroskaður, rauður berjaávöxtur, kirsuber, rifsber, kryddað með nokkurri eik, þétt í munni, tannískt og mikið um sig fyrir Beaujolais. Ræður alveg við lambakjöt.

3.695 krónur. Mjög góð kaup.