Vinotek gefur Telmo Rodriguez Al-muvedre Monastrell 2014 mjög góða dóma

Al-muvedre Tinto Monastrell 2014 ****1/2

Alicante er óneitanlega svæði sem er þekktara fyrir strendurnar sínar en vínin. Þarna er engu að síður þó nokkur vínrækt og vín þaðan kom oft frábærlega á óvart en þið getið lesið nánar um vínræktina í Alicante með því að smella hér. Í vínbúðunum voru fyrir nokkrum árum fáanleg vín frá hinum stórgóða vínhúsi Sierra Salinas og nú er komið í hillurnar vínið Al-muvedre frá Telmo Rodriguez, sem er þekktastur fyrir víngerð sína í Toro (ekki láta Toro-vínði g Dehesa Gago fram hjá ykkur fara en það er líka til í vínbúðunum). Þetta Alicante vín er hins vegar úr þrúgunni Monastrell sem einhverjir kannast eflaust betur við undir hinu franska heiti hennar Mourvédre.

Dökkrautt, bjart og berjamikið, kirsuber ríkjandi, þroskuð, jafnvel vottur af þurrkuðum berjum, plómur, nokkuð kröftugt, þetta er 14% vín en þó aldrei þungt, þökk sé flottri sýru, þurrt, svolítið míneralískt.

2.250 krónur. Frábær kaup. Verulega gott matarvín.