Villa Wolf Pinot Gris 2018 fær topp dóma hjá Vinotek.is

Villa Wolf Pinot Gris 2018 ****1/2

Hvítvínsþrúgan Pinot Gris er þekkt undir mörgum nöfnum, margir þekkja hana eflaust best undir ítalska heitinu Pinot Grigio. Eins og aðrar Pinot-þrúgur er uppruni hennar í Búrgund í Frakklandi en það var Þjóðverjinn Johann Ruland sem að uppgötvaði hana fyrst sem sérstæða þrúgu og lagði grunninn að vinsældum hennar. Hún er oft nefnd Ruländer í höfuðið á honum í Þýskalandi en líka Grauer Burgunder. Þetta vín frá Villa Wolf í Pfalz-héraði styðst hins vegar við franska heitið Pinot Gris. Vínið er ljóst á lit, í nefinu niðursoðnar perur, melóna, gul epli, það er brakandi ferskt og lifandi, sýrumikið og þykkt.

2.350 krónur. Frábær kaup. Reynið með sushi og krydduðum austurlenskum réttum.