Veuve Fourny Blanc de Blancs Premier Cru fær mjög góða dóma á Vinotek.is

Vve Fourny Blanc de Blancs Premier Cru ****1/2   

Í stórum dráttum má segja að framleiðsla á kampavíni skiptist í tvennt. Annars vegar eru það stóru frægu kampavínshúsin sem að framleiða kampavín úr eigin þrúgum en ekki síst aðkeyptum þrúgum frá bændum. Hins vegar eru það minni framleiðendur sem framleiða kampavín í litlu magni úr þrúgum af einum ekrum, á ensku eru slík kampavín kölluð „growers champagne“ eða „champagne de vigneron“ á frönsku.

Veuve Fourny er slíkt vínhús á einu af betri svæðum Champagne, Cote Blancs. Þetta kampavín er Blanc de Blancs sem merkir að það er eingöngu gert úr hvítum Chardonnay-þrúgum. Það er mjög þurrt, þarna er sítrus og epli, í bland við smá ger, kex og hnetur, ferskt og þægilegt. Flott kampavín.

6.995.- krónur. Mjög góð kaup.