Víngarðurinn fjallar um Juan Gil Meses 2013

Juan Gil 4 Meses 2013 ****

Þrúgan Monastrell mætti alveg fá meiri athygli, enda geta vínin úr henni verið skemmtilega „rauð“ í nefi og munni, svo ekki sé minnst á litinn sem í þessu tilfelli er eðaldjúpur og fjólurauður. Það kemur frá hinu skilgreinda víngerðarsvæði Jumilla á Suð-austur Spáni (ekki langt frá Alicante) og Juan Gil er í fremstu röð víngerða á þessum slóðum.

Vínið býr yfir sætum og rauðum ávexti þar sem finna má hind-, jarðar- og kirsuber, sultuðu dökk ber, fjólur og balsam. Í munni er það unglegt með fína sýru sem vinnur vel með hinum sætkennda ávexti sem breiðir vel úr sér og endist alveg merkilega lengi. Þarna eru sæt, rauð ber, krydd, púrtvínstónar og sem betur fer dökknar vínið í lokin og bjargar því frá því að verða of einhliða. Það er mjúkt og dálítið nammilegt en bara skrambi gott og upprunalegt. Hafið með bragðmeiri Miðjarðarhafsmat og það þolir vel krydd einsog finna má í norður-afrískum mat.

Verð kr. 2.564.- Mjög góð kaup.