Umfjöllun um Villa Wolf Pinot Gris 2013 á Vinotek.is

Villa Wolf Pinot Gris 2013 ***1/2

Villa Wolf er eitt af vínhúsum meistarans Ernst Loosen í Mósel. Hér er hann hins vegar að fást við þrúgur úr öðru héraði sem heitir Pfalz og er með heitari víngerðarsvæðum Þýskalands.

Vínið er mjög fölt á lit, og léttperlandi í fyrstu, mild ferskju, epla og sítrónuangan, mjög ferskt, með skörpum, titrandi og léttum ávexti, þægilegt sýrubit aftarlega í gómnum, Mjög gott t.d. sem fordrykkur eða með grillaðri bleikju.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.