Umfjöllun um Villa Loosen Riesling á Vinotek.is

Villa Loosen Riesling 2013 ****

Villa Loosen Riesling er hvítvín frá einum virtasta framleiðanda Móseldalsins í Þýskalandi, Dr. Loosen. Raunar einum besta framleiðanda Þýskalands. Þetta er með einföldustu vínum hans, létt í stílnum og áfengi (8,5%) en engin eftirgjöf í gæðum og hreinleika bragðsins.

Arómatískt, sítrusmikið, gul epli, grænn ávöxtur og riesling er líka eitt af fáum vínum sem gjarnan angar af þroskuðum vínberjum. Sætur og þykkur ávöxtur í munni, sætur og ljúffengur, góð sýra á móti.

1.750 krónur. Mjög góð kaup. Reynið t.d. með austurlenskum mat.