Umfjöllun um Santa Tresa Grillo Viognier 2014 á Vinotek.is

Santa Tresa Grillo Viognier 2014 ***1/2

Þetta lífrænt ræktaða hvítvín frá Sikiley er blanda úr tveimur þrúgum.  Önnur þeirra er ein algengasta hvítvínsþrúga Sikileyjar, Grillo, en hin er suður-frönsk og nefnis Viognier.

Þær ná vel saman í þessu víni og mynda heillandi heild.

í nefinu eru ferskjur og sultaðar sítrónur, ávöxturinn er sætur og feitur, ágætis ferskleiki, kryddbit í lokin.

Fínasta vín.

2.350 krónur. Góð kaup.