Umfjöllun um Purato Nero d’Avola 2014 á Vinotek.is

Purato Nero d’Avola Terre Siciliane 2014 ***1/2

Purato eru ung og þægileg vín frá Feudo di Santa Tresa á Sikiley sem er einn helsti framleiðandi lífrænt ræktaðra vína á þessari suður-ítölsku eyju.

Þetta er ljúfur Nero d’Avola, rauður berjaávöxtur, brómber og hindber, smá kirsuber. Ávöxturinn ungur bjartur í munni. Með ljósu kjöti, ágætt að bera fram örlítið kælt (en ekki kalt).

1.999 krónur. Góð kaup.