Umfjöllun um Massolino Barbera d’Alba 2013 á Vinotek.is

Massolino Barbera d’Alba 2013 ****

Massolino er eitt af þeim vínhúsum í Langhe þar sem að ný kynslóð fjölskyldunnar er að færa víngerðina yfir í nútímalegra horf án þess þó að fórna hefðunum og þeim kostum sem prýtt hafa vínin frá svæðinu um langt skeið. Hér er það Barbera þrúgan sem fær að láta ljós sitt skína og koma þrúgurnar af ekrum fjölskyldunnar í Serralunga d’Alba.

Þurrt, mikil jörð, svartur ávöxtur, krækiber, leður nokkuð kryddað, Góð fersk sýra gefur víninu léttleika, mjög mild tannín,, nokkuð míneralískt, fágað. Vín sem gjarnan má umhella, þarf tíma til að mýkja sig og opnast.

3.695 krónur. Mjög góð kaup.