Umfjöllun um Luis Felipe Edwards Pinot Noir 2013 á Víngarðinum

Luis Felipe Edwards Pinot Noir 2013 ***1/2

Um daginn var hér pistill um stóra bróður þessa víns, Gran Reserva Family Selection (****), og þetta er líka alveg ágætis vín. Það kemur reyndar frá heitara svæði (Maule) en hið fyrrnefnda og hefur tæplega meðaldjúpan rúbínrauðan lit. í nefinum má greina hind- og jarðarber, fennel og appelsínubörk.

Í munni er það sýruríkt, með meðalfyllingu, fínleg tannín og sæmilegustu endingu. Það er fínlegt og hefur glefsur af hind- og jarðarberjum, stjörnuanís, tyggjói, mómold og jafnvel slæðist þarna inn eitthvað sem minnir á Marc eða Grappa. Hafið með önd og kjúkling/kalkún, pottréttum og austurlenskum mat.

Verð kr. 1.895.- Mjög góð kaup.