Umfjöllun um Louis Jadot Couvent des Jacobins Pinot Noir 2012 á Vinotek.is

Louis Jadot Couvent des Jacobines Bourgogone Pinot Noir 2012

Louis Jadot er eitt af stærstu og þekktustu negociant-húsunum í Búrgund í Frakklandi. Negociant-hús sem að kaupa inn þrúgur frá vínbændum af mismunandi svæðum eru mjög algeng í því héraði sökum þess hve ekrur eru smáar og eignarhald dreift.

Couvent des Jacobines Pinot Noir er grunnvínið frá Louis Jadot, ljósrauður litur, mild angan af rauðum berjum, jarðarberjum, lyngi og laufum. Mildur ávöxtur í munni, nokkur sýra, mjúkt.

3.199 krónur.