Umfjöllun um Louis Jadot Chablis 2014 á Vinotek.is

Louis Jadot Chablis 2014 ****

Louis Jadot er eitt af þekktustu “négociant”-húsunum í Búrgund og á ekrur á flestum helstu svæðum héraðsins.

Þetta er hörku Chablis, svolítið suðrænn og flottur. Sætur sítrus, ferskjur og hitabeltisávöxtur. Bjart og sólríkt, örlítið míneralískt.

3.495 krónur. Mjög góð kaup.