Umfjöllun um Les Rocailles 2013 á Vinotek.is

André Lurton Les Rocailles 2013 ***1/2

Það er ekki oft sem að maður rekst á Bordeaux-vín á undir tvöþúsundkallinum en þetta vín úr smiðju André Lurtons nær þó að rjúfa þann múr.

Þetta er ungt vín, fallega rautt á lit út í fjólublátt, sætur berjasafi í nefi, rifsberja og krækiberjasafi. Milt og mjúkt í munni, þægilegur ungur berjasafinn heldur áfram í munni  með mildum kryddum. Þetta er hið prýðilegasta sumarvín, má alveg bera fram örlítið kælt, kannski rétt undir 18 gráðum með t.d. grilluðum kjúkling og öðrum sumarlegum réttum.

1.999 krónur. Góð kaup.