Umfjöllun um Il Pumo Rosso 2013 á Vinotek.is

San Marzano Il Pumo Rosso 2013 ****

Nokkrir bændur í þorpinu San Marzano í Púglía á Ítalíu tóku sig saman árið 1962 og mynduðu vínsamlag kennt við þorpið. Í dag eiga um 1200 vínbændur aðild að samlaginu sem rekur einhverja nútímalegustu víngerð héraðsins.

Rosso Salento er flott Púglía-vín, heitt og þykkt. Í nefi þurrkaðir ávextir, sveskjur, plómur, þroskað, vottur af lakkrís, þarf tíma til að opna sig, gefur mikið ef maður gefur því tíma. Fín fylling og þægilegt vín með mjúkum tannínum.

1.999 krónur. Frábær kaup, virkilega flott og mikið vín fyrir verð.