Umfjöllun um Finca la Colonia Cabernet Sauvignon 2014 á Víngarðinum

Finca La Colonia Cabernet Sauvignon 2014 ***1/2

Ég ætla að leiðrétta mig aftur að Finca La Colonia er ekki einfaldasta og ódýrasta línan frá Bodegas Norton en engu að síður er þetta vel frambærilegt vín sem gott er að bragða á. Það hefur dimman plómurauðan lit og meðalopna angan af plómu, rauðum berjum, sólberjasultu, kirsuber og grænni papriku. Þetta er einfaldur og dæmigerður ilmur en aðlaðandi.Í munni er það meðalbragðmikið með góða sýru en svolítið stutt í annan endan sem dregur það niður. Þarna má finna sólber, kirsuber, plómu og papriku. Einfalt og prýðilegt hversdagsvín sem fer vel með rauðu kjöti, pasta og pottréttum.Verð kr. 2.395.- Mjög góð kaup.