Umfjöllun um Fantini Farnese Sangiovese 2013 á Vinotek.is
Fantini Farnese Sangiovese 2013
Terre de Chieti heitir svæðið í Abruzzo á Ítalíu þaðan sem Sangiovese þrúgurnar sem notaðar eru í þetta rauðvín koma. Sangiovese er auðvitað þrúga sem yfirleitt er tengd við Toskana og Chianti en hana má vissulega finna víðar á Ítalíu.
Í nefi berjaávöxtur, kirsuber, dökk skógarber, reykur, krydd, anís. Í munni þykkt, með ferskri sýru, töluvert kryddað, með áberandi eik. Flott ítalskt matarvín.
1.999 krónur. Mjög góð kaup. ***1/2