Umfjöllun um Dr. Loosen Wehlener Sonnenuhr Kabinett 2013 á Vinotek.is

Dr. Loosen Wehlener Sonnenuhr Riesling Kabinett 2013 ****1/2

Wehlener Sonnenuhr er einn af þekktari ekrunum í Móseldalnum í Þýskalandi, afskaplega brött og grýtt. Hún er nefnd eftir fornu sólúri sem er á ekrunni miðju.

Þetta vín frá Ernst Loosen er tignarlegt og flott, létt í áfengi en með verulega dýpt, þokka og kraft. Míneralískt, kryddað, greipbörkur, örlítil apríkósa. Í munni springur það út, þétt, fókuserað og bjart, með blöndu af sætu og ferskri sýru í lokin, skilur eftir bragð af ávexti og ristuðum möndlum. Virkilega flott vín.

kr. 2.959.-