Umfjöllun um Domaine de Tariquet Róse de Pressée 2015 á Vinotek.is

Domaine de Tariquet Róse de Pressée 2015  ***1/2

Rósavínið frá Domaine de Tariquet í Gascogne í suðvesturhluta Frakklands svíkur ekki frekar en önnur vín þessa ágæta vínhúss. Það er fallega rauðbleikt með sumarlegri angan af hindberjum og rifsberjasultu, berin halda áfram út í gegnum bragðið, vínið hefur fínan ferskleika og er ekta, ekta sumarvín.

2.190 krónur. Mjög góð kaup. Flottur fordrykkur eða sem vín með sumargrillinu.