Umfjöllun um Chateau Bonnet Reserve 2010 á Vinotek.is

Chateau Bonnet Reserve 2010 ****

Chateau Bonnet er eitt af mörgum vínhúsum í eigu André Lurton. Það er kannski það vínhús sem er á þekktasta svæðinu, en Bonnet er í þorpinu Grézillag í Éntre-deux-Mers. Vínhúsið hefur þó ávallt haft ákveðna sérstöðu enda Bonnet heimili Lurton til margra ára.

Þetta Reserve vín, Merlot og Cabernet til helminga, er virkilega flott Bordeaux-vín fyrir peninginn. Þroskuð dökk ber, sólber, bláber,  vanilla, smá reykur og angan af ristuðum kaffibaunum sem kemur meira fram eftir því sem vínið opnar sig. Vel balanserað vín, nokkuð margslungið með góða dýpt. F’int með lambi eða önd.

2.850 krónur. Mjög góð kaup.