Umfjöllun um Castello Fonterutoli 2010 á Vinotek.is

Castello Fonterutoli 2010 ****1/2

Fonterutoli-kastalinn í Chianti Classico í Toskana er í eigu Mazzei-fjölskyldunnar, einni helstu víngerðarfjölskylduhéraðsins. Hér er á ferðinni sjálft “chateau”-vínið, sem er með betri vínum sem framleidd eru í Chianti.

Þetta er stórt og mikið vínið, mjög dökkt á lit, út í svarfjólublátt. Í nefi hefur vínið þurrt yfirbragð, blekað, fínlegt, með löngu sýruríku bragði, örlítill lakkrís, kryddað, lyng, te. Fínlegt en mjög öflug tannín, flottur strúktur. Massíft vín.

7.860 krónur. Mjög góð kaup.