Umföllun um Louis Jadot Couvent de Jacobins Bourgogne Chardonnay 2013 á Vinotek.is

Louis Jadot Couvent des Jacobins Bourgogne Chardonnay 2013 ****

Louis Jadot er eitt af þekktustu “négociant”-húsunum í Búrgund og á ekrur á flestum helstu svæðum héraðsins. Þetta er standard-hvítvínið frá Jadot. Flottur hvítur Búrgundari, vanilla og sítrus í nefi, hunang, vínið hefur góða þykkt, svolítið þykkt og smjörkennt með fínni sýru. Mjög flott vín fyrir Búrgandara á þessu verði. Reynið t.d. með grilluðum humar eða laxi.

3.195 krónur. Mjög góð kaup.