Selvapiana Chianti Rufina 2012 fær frábæra dóma hjá Vinotek.is

Selvapiana Chianti Rufina 2012 ****1/2

Fattoria Selvapiana er gamalgróið vínhús á einhverju besta svæði Toskana, sem við sjáum alltof lítið af, Chianti Rufina, austur af borginni Flórens. Vínekrur Rufina-svæðisins eru í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og vínin þaðan eru þétt og yfirleitt með langlífari Chianti-vínum.

Selvapiana er ungt og mikið Chianti Rufina -vín þar sem svæðið brýst í gegn, þroskaðar plómur, þroskuð, nær þurrkuð kirsuber, mjög dökkt súkkulaði. Svöl tannín, sýrumikið, mjög þéttriðið og langt.  Hrikalega flott vín.

3.495 krónur. Frábær kaup.