Selvapiana Chianti Rufina 2012 fær frábæra dóma í Gestgjafanum

Selvapiana Chianti Rufina 2012 ****1/2

Chianti Rufina er ekki algeng sjón í hillum vínbúðanna hérlendis en þetta undirhérað í Chianti er í norðausturhluta Chianti-héraðsins sem er skipt í 7 undirhéruð.  Selvapiana-vínhúsið hefur fengið lof vínrýna í gegnum árin. 

Vel þroskuð rauð kirsuber og safarík, koma fyrst ásamt (apótekara) lakksrísi og blómum, til að enda með tóbaksangan.  Vínið er margslungið, góð og lifandi sýra, fíngerð tannín, endist lengi á bragðlaukunum og endar á þessum safaríkum kirsuberjum og lakkrís. 

Fágað Chianti, sennilega með því besta sem fæst.  Gott með öllum betri ítölskum réttum og með lambakjötinu okkar.

Okkar álit: Einstakt Chianti, fágað og gómsætt – gerist varla betra.

Verð: 3.495 kr.