Selvapiana Bucerchiale Riserva 2011 fær toppeinkunn hjá Vinotek.is

Selvapiana Bucerchiale Riserva 2011

Bucherchiale er með allra bestu vínum svæðisins Chianti Rufina í Toskana. Rufina er minnsta en líka eitthvert magnaðasta undirsvæði Chianti. Ekran Bucerchiale er rúmir tólf hektarar að stærð og í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Sumarið 2011 var hagstætt fyrir vínrækt í Rufina en eitt af því sem setti mark sinn á árganginn er mikil hitabylgja sem skall á héraðinu í ágúst og flýtti uppskerinu nokkuð. Þrúgutínslan hófst síðustu daga ágústmánaðar sem hefur aldrei gerst áður.

Vínið hefur gífurlega djúpan og dökkan lit, smá byrjandi þroska í röndinni. Angan flókin, margslungin þar sem mjög þroskuð kirsuber, rifsber og krækiber renna saman við kryddjurtir, jörð og tóbakslauf. Það er heitt, það er byrjað að þroskast og hverfa frá ávextinum og það sýnir á sér nýja hlið í hvert skipti sem nefi er stungið í glasið. Afskaplega þéttriðið og djúpt í munni, mjög tannískt en tannín eru mjúk og þroskuð, sætleiki í ávextinum. Algjörlega hreint magnað vín. Umhellið.

4.995 krónur. Frábær kaup.