Real Compania de Vinos Tempranillo VS 2010 fær góða dóma hjá Vinotek.is

Real Compania del Vinos Tempranillo VS 2010 ***1/2

Real Compania de Vinos eru vín framleidd undir stjórn Rioja-vínhússins Bodega Muriel á svæðinu Castile-La Mancha.Þetta er eldra Tempranillo-vínið frá vínhúsinu.

Dökkrautt, angan björt, rauð ber, vanilla, kóngabrjósykur, kryddjurtir, mynta. Ferskt og þægilegt í munni, mjúkt, fín sýra. Ágætis rauður Spánverji með t.d. tapas, spænskri skinku og Manchego-osti.

2.195 krónur. Mjög góð kaup.