Poggio Badiola 2012 fær frábæra dóma á Vinotek.is

Poggio Badiola 2012 ****1/2

Poggio Badiola er rauðvín frá Toskana á Ítalíu. Það er framleitt af Mazzei-fjölskyldunni (sem á hið fræga vínhús Castello di Fonterutoli) úr þrúgum frá Chianti Classico. Vínið er hins vegar blanda af þrúgunum Sangiovese (70%) og Merlot og flokkast því sem IGT Toscana en ekki Chianti Classico.

Engu að síður hefur vínið að mörgu leyti einkenni Chianti-vína. Ferskur, bjartur, svolítið kryddaður rauður berjaávöxtur, rifsber, bláber, skógarber. Nokkuð kryddað og með þessu undursamlegu sýru sem svo oft er einkenni góðra ítalskra rauðvína, lyftir þeim upp, gerir þau lifandi og fersk og að frábærum matarvínum. Afskaplega heillandi vín fyrir góðan ítalskan mat, s.s. þessum frábæra ítalska kjúkling sem þið finnið uppskrift af hér.

2.695 krónur. Frábær kaup á því verði og vínið fær hálfa auka stjörnu fyrir samspil verðs og gæða.