Pazo Cilleiro Albarino 2015 fær frábæran dóm hjá Vinotek.is

Pazo Cilleiro Albarino 2015 ****

Við erum loksins farin að sjá hér í búðunum í auknum mæli vín frá frábærum spænskum vínhéruðum á borð við Rias Baixas í Galisíu. Þetta er gamalgróið svæði en hefur verið í mikilli sókn og ný vínhús að spretta upp. Pazo Cilleiro er eitt þeirra og þetta er annar árgangurinn sem kemur þaðan. En þetta er samt algjörlega fullburða vín gert úr hinni unaðslegu Albarino-þrúgu héraðsins í samvinnu eins af þekktari víngerðarmönnum Rias Baixas, Pepe Rodriguez og vínhússins Bodega Muriel í Rioja.

Fallegur ljósgulur litur, tær angan, mikill sítrus, sætur lime og greipávöxtur, sætar perur og melónur en líka þurrkaðar kryddjurtir, þurrt, ferskt með góðu biti, langt og mikið.

2.295. krónur, Frábær kaup.