M.Chapoutier Eleivera Douro 2014 fær frábæra dóma á Vinotek.is

Michel Chapoutier er einn fremsti víngerðarmaður Frakklands og hann hefur á undanförnum árum fært út kvíarnar með framleiðslu á vínum utan heimaslóðanna í Hermitage í Rhone-dalnum. Eitt af þeim svæðum sem heillað hefur Chapoutier er hvað mest er Douro-dalurinn í Portúgal sem er að verða eitthvert mesta spennandi raunvínsgerðarsvæði Evrópu þessa stundina.

Vínið Eleivera er inngangsvínið í vínseríunni sem Chapoutier framleiðir í Douro, það er dökkt, enn ungt og þarf svolítinn tíma til að opna sig. En það borgar sig að gefa því þann tíma. Ávöxturinn er dökkur, kryddaður og míneralískur, hefur yfir sér svalt og ferskt yfirbragð. Sultuð sólber, dökk kirsuber, áberandi blómaangan, mjúkt og mikið.

2.695 krónur. Frábær kaup á því verði. Rautt kjöt og mild villlibráð.